Busta Rhymes - It Ain't Safe No More Busta Rhymes - It Ain´t Safe No More

Busta Rhymes' rétta nafn er Trevor Smith Jr. Busta kom fyrst fram sem einn af meðlimum Leaders of the New School (þá 17 ára) og skrifaði undir samning hjá Elektra records ásamt Milo, Dinoo, og Charlie Brown árið 1986. Hann var fyrst þekktur sem Chill-O-Ski þar til Chuck D (sem er í Public Enemy) kallaði hann Busta Rhymes útaf rapparahæfileikum hans. Leaders of the New School gáfu út tvær plötur. Frumraun þeirra var platan Future Without a Past sem kom út árið 1991, sú seinni hét T.I.M.E og kom út árið 1993 en hættu síðan árið eftir.

Árið 1996 kom hann síðan aftur sterkur inn með frumraun sína The Coming sem var vel tekið og það var þá sem ég fór að elska hannJ Á þeirri plötu má finna smellinn “Woo-Ha!! Got You All in Check” og “It’s a Party” Hann fylgdi þeirri plötu vel eftir með When Disaster Strikes sem er mín uppáhalds. Þar er hann að sýna allar sínar bestu hliðar og má nefna lög eins og “Put Your Hands Where My Eyes Could See” og “Dangerous” einnig er lagið “So Hardcore” bara snilld.
1998 kom svo Extinction Level Event (The Final World Front) með lögum eins og “Gimmie Some More” og “Bus a Bus” síðan mundi ég segja að hann fari í smá lægð með Anarchy en þá var hann að klára plötusamninginn við Electra og ekki vel staðið að henni. Hann fær samning hjá J-Records 2001 og gefur út Genesis sem er mun betri en Anarchy og það sést að hann er ekki alveg búinn að missaða með lögum eins og “Break Ya Neck” sem er fínt partylag.

Og núna er Busta Rhymes er mættur enn og aftur með nýjan disk, og ekkert nema gott um það að segja. Þetta er sjötta sóló platan hans og hann gefur ekkert eftir hér, bæði er hann góður producer og það eru margar frábærar rímur á diskinum.

Hérna fær hann nokkra góða gesti eins og Sean Paul, Mariah Carey og Carl Thomas að ógleymdum félögum hans í Flipmode Squad.
Rah Digga er með honum í “Together”, Flipmode Squad er í “I Know What You Want” og einnig Mariah Carey. Og homie-inn hans Spliff Star úr Flipmode Squad er með honum í “Make It Clap” sem er nokkuð gott lag og er producerað af The Neptunes (þeir klikka ekki). Þeir producera einnig “Call The Ambulance” sem er snilldar lag.

Svona lítur platan út:
1.Intro
2.It ain't safe no more
3.What do you do when you're branded
4.Call the ambulance
5.We goin' to do it to ya
6.What up
7.Turn me up some
8.Make it clap
9.Take it off
10.Taste it
11.Hey ladies
12.I know what you want
13.Riot
14.Hop
15.Together
16.Struttin' like a GOD
17.Strugle will be lost
18.Till it's gone


Niðurstaða:
Frábær diskur en samt ekkert meistaraverk, en hann á kannski eftir að verða það. Hann sýnir vel að hann er ennþá í fullu fjöri og hann er ekkert að fara hætta. Lög eins og “Make it clap”, “Call the ambulance” eru góð og svo lög eins og “Turn me up some” og “Together” eru þétt.
Fyrir marga góða bíta og flottar rímur gef ég honum ekki meira en 8 af 10 sem er nú samt nokkuð gottJ

Kveðja darhymer

Heimasíða Busta Rhymes
www.bustarhymes.com