Ég hef í nokkrar vikur ætlað að skrifa um þennan disk og læt nú loksins verða af því.
Scarface er orðinn gamall og hefur gefið út marga diska. Ég hef hlustað á Best of diskinn en hann jafnast ekkert á við þennan. Ég hélt að Scarface ætti ekki eftir að gera neitt í líkingu við þennan disk sé miðað við The last of a dying breed sem þó var mjög góður. En á The Fix segir hann: “I´m flippin´the script, from ballin back to gangsta rap classics”. Þessi orð eru sko orð að sönnu. Hvert einasta lag finnst mér vera hrein snilld. Textarnir eru betri en þeir sem ég hef áður heyrt. Þeir innihalda pælingar um líf eftir dauðann, frásagnir frá lífinu í fátækrahverfum og í laginu “Sellout” tekur hann fyrir “sellout” rappara og hakkar þá í sig. Taktarnir eru einnig frábærir og koma þeir frá Kanye West(uppáhalds pródúsernum mínum í dag), The Neptunes(sem geta greinilega gert allt) og fleirum. Diskurinn hefur hlotið frábæra dóma í tónlistarblöðum og á hann þá fyllilega skilið. T.d. fékk hann 5 mics í The Source. Ég set þennan disk tvímælalaust í flokk með bestu rappdiskum sem gerðir hafa verið…
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”