Jurassic Five og Nas eru einir af uppáhalds röppurum mínum og í gær keypti ég mér báða diskana, annars power in numbers með snillunum úr J5 og “the lost tapes” með Nas en hann hefur verið iðinn við að gefa út plötur en hann gaf út Stillmatic í fyrra sem er hrein snilld og “the lost tapes” er ekki verri.

Ég var að horfa á MTV og rakst á nýja myndbandið með j5, What´s Golden en að mínu mati er það næstbesta lag sem j5 hefur gefið út á eftir Quality Control og ekki myndbandið slæmt. Lög sem mæli með á j5 disknum eru : nr.2 Freedom…nr.3 If you only knew… nr.4 Break…nr.7 Remember his name…Nr.8 What´s golden…nr.9 Thin line…nr.10 After School Special… nr.11 High Fidelity.
En það eru 17 lög á disknum.

Eins og ég sagði er Stillmatic Hrein Snilld með Nas. Nas hefur verið að Reyna svolítið nýtt á nýja disknum hann hefur verið meira með rólegri lög og píanóhljóma og lúðra og finnst mér það koma mjög vel út. Lög sem ég mæli með á “the lost tapes” eru: Nr.1 Doo Rags…Nr.2 My Way…Nr.4 Nothing lasts forever…Nr.6 Blaze A So …Nr.8 Purple… það eru 11 lög á þessum disk….. ég vona að þið notið þessa nýju vitneskju ykkar til að kynnast góðum hljómum eða ef þið hafið ekki frétt að þessum nýju diskum.

Afsaka Stafsetningarvillu
ég er ekki bara líffæri