Þetta áhugamál hefur verið á hraðri niðurleið og tel ég það vera að miklu leiti til útaf mikilli fjarveru minni sem og annara stjórnenda að einhverju leiti, t.d. hef ég ekkert séð eða heyrt af stjórnendanum hestafrik mjög lengi, hvorki hérna né á msn =/ En viðvera mín hérna hefur farið minkandi síðastliðin 2 ár. En núna er von á breytingum.

En núna er ég komin með net og hef í raun enga afsökun fyrir að sinna ekki áhugamálinu, atvinnulaus á fullum bótum og með allt of lítið að gera. Svo ég legg til að við tökum okkur á, vona að sem flestir séu til í að leggja mér lið =)

-Kveðja eftir langa fjarveru, sem mun smátt og smátt vera útskýrð að hluta. Í stuttu máli þá er það að ég veðjaði á rangan hest og eltist við baldinn menskan fola sem reyndist vera hæfileikalaus trunnta, en núna hef ég fundið menskan gæðing, sem lætur mig ekki detta af baki og er að koma undir mig fótunum eftir hvert fallið eftir annað.

Svo kannski er von á gömlu góðu skrifunum mínum aftur orðnum aðeins þroskaðri reyndar, þó ég hafi of gaman að flóknum samlýkingum við hestamennskuna.
-Regza Guttorms.

Bætt við 14. júní 2009 - 00:14
Spurt og svarað kubbnum hefur verið breytt, öll svör orðin gömul svör, og komnar nokkrar tillögur að umræðuefnum, um að gera að skrifa og gera svo þráð á korkinn eða skrifa grein =)
-