Ég var komin með ógeð á að sjá könnunina um óbeina greinaátakið, áhvað að senda inn könnun fólk má endilega fara að nýta hugmyndaflugið í að búa til kannannir það væri frábært =)

En úrslitin eru þá ljós, aðal slagurinn var um neðri sætin..

Í 1. sæti var Regza með 31% athvæða.
Í 2. sæti var Lilje með 11% athvæða.
Í 3.-4. sæti voru Halkatla og Grila jafnar með 9% athvæða.
Í 5.-9. sæti voru Mokkur, Paniolo, Guddarut89, Hestafrik og Kylja, jöfn með 6% athvæða.
Í 10.-13. sæti voru Kjullinn, Flauta, Viskan og Kyssuber með 3% athvæða.

En ég vil fyrir hönd okkar stjórnenda þakka öllum kærlega fyrir gífurlega góða þáttöku, svona átak verður vonandi endurtekið, en þá held ég að ég verði að draga aðeins úr greinaskrifunum þá eða standa utan við samkeppnina frekar, ég get ekki setið á of góðum hugmyndum (að mínu mati góðum allavega) =)


Stóðhestavefur /hesta
En já smá vinna verður á næstu dögum hjá okkur stjórnendum sem þið megið endilega hjálpa til við, við ætlum að gera Stóðhestavef /hesta að veruleika, nema þar sem það tekur mjög langan tíma að leita eftir öllum stóðhestum sem skrifað hefur verið um á /hestum þá má fólk endilega minna okkur á hesta sem það telur að talað hafi verið um á /hestum gegnum tíðina, eða jafnvel ef það nennir að kíkja í ítarleg leit og leita að þeim og senda okkur linkana =)
- Fyrir hönd stjórnenda /hesta, Regza.
-