Ég býst við að við höfum öll tekið eftir því hve rosalega mikið af greinum hafa komið inn undanfarið og vona ég að þetta haldi áfram eins og gert hefur, allavega mun ég halda áfram að vera vel virk.

En svona sem smá hvattning fyrir fólk um að halda áfram þessari virkni þá ætlum við að breyta þessu í raun í greinaátak sem allar greinar nóvembermánaðar lenda í. Í lok mánaðarinns setjum við svo upp könnun og kjósum grein mánaðarinns!

Það er ekkert sérstakt þema fyrir greinarnar, bara hafa þetta sem fjölbreyttast bara allt um hestamennsku, þó ég vilji ekki sjá greinar um matreiðslu hrossa.

Hvað segiði er áhugi fyrir þessu? Ætlum við ekki að halda áfram á þessari braut, erum með 5 greinar á forsíðunni eins og er, er ég nokkuð ein um að hlakka til að sjá tölurnar fyrir mánuðinn?
-