Er þá ekki komið að því... Jæja ég held að það sé komið að því að halda þessa blessuðu ljósmyndakeppni… Könnunin sýnir að það eru folöldin sem eiga vinningin að þessu sinni og ég held að það hlakki bara í fólki að taka myndir af folöldum…

Til að taka þátt senda notendur inn mynd eins og venjulega og merkja hana “*nafnmyndar* - ljósmyndakeppnin” eða eitthvað í þá áttina, svo verður að fylgja smá texti um hvað er að gerast á myndinni, hvaða hestur þetta er o.s.frv.

Reglur eru þessar:
• Myndin verður að vera tekin af notandanum sem sendir hana inn (þó er í lagi ef notandinn er á myndinni eða stillti upp).
• Myndin verður að tengjast folöldum á einhvern hátt.
• Myndin verður að vera í hæfilegri stærð og gæðum.
• Myndin má ekki hafa verið á /hestar áður.
• Hver notandi má senda inn að hámarki 2 myndir.


Hægt verður að senda inn myndir frá og með 4.júlí og til miðnættis 4.ágúst og munum við þá setja inn könnun þar sem notendur geta kosið myndina sem þeim finnst best. Þann 11. ágúst verður skorið úr um það hvaða mynd ber sigur úr býtum.

Með von um góða þáttöku!

hestafrik og paniolo
Með kveðju frá hestafríkinni…