Jæja… ég var að hugsa, þó svo að virknin hér sé ekki eins og best er á kosið svona á miðju sumri, að vera með smá ljósmyndasamkeppni… hvernig líst ykkur á það?

Mínar hugmyndir eru t.d.
-Stóðhestar
-Folöld
-Sjálfsmynd, ég og uppáhaldhesturinn minn… Það væri kannski þannig að einhver annar myndi taka myndina en þú sjálf/ur myndir segja til hvernig myndin ætti að vera, eða þú gætir tekið myndina sjálf/ur, með þrífót og tímastilli…
-Stóð, hestahópar
-Hestar á ferð, hestar á brokki, tölti, stökki, skeiði…

Ég set kannski bara upp könnun með þessum valmöguleikum og þegar eru komin ákveðið mörg atkvæði þá fer ég af stað með þá hugmynd sem flest atkvæði fékk…

Annars reyni ég að vera komin með keppnina af stað um byrjun júlí, en ég vil að sem flestir viti af henni áður en hún byrjar… Endilega reynið að láta þá vita sem geta ekki komið hingað oft að það sé að fara af stað keppni…

Ef þið eruð með fleiri hugmyndir að keppnum, þá “speak your mind” ég er opin fyrir öllum hugdettum…

Kveðja, Hestafrík :)


Bætt við 27. júní 2007 - 01:32
Jæja… Nú er komin könnun sem ég hvet alla til að svara sem fyrst! :D
Með kveðju frá hestafríkinni…