BMX 1. Huganafn
bmx (kvk)

2. Aldur:
ég verð 19 eftir ca. viku

3. Atvinna:
jah - ég vinn á kaffihúsi eins og er með skóla en í sumar verð ég stödd í DK að vinna á hóteli

4. Hestamannafélag:
Síðast var ég skráð í Skugga og var nú í Storm á tímabili

5. Borðar þú hrossakjöt?
Já, ég geri það - reykt folaldakjöt er t.d. mjög gott!

6. Á hvaða aldri varstu þegar þú byrjaðir í hestamennskunni?
Úff… ég hef verið í kringum hross síðan ég man eftir mér ef ekki fyrr - byrjaði að fara á bak með pabba svona 3-4 ára
7. Af hverju ertu í hestamennsku?
Ég hef alltaf fundið mig mjög vel innan um hross, eða dýr yfir höfuð og … mér líður vel innan um þau :)
Hef verið í langri og strangri pásu síðan haustið '00 - þá fluttum við í bæinn… rándýrt að hafa svona mörg hross hér

8. Áttu hest ?
Jú, ég á 1 moldótta hryssu, Úna heitir hún - voða falleg… átti gráa gamla hryssu sem hét Elding en hún dó úr heyeitrun greyið í fyrrasumar :( - Annars eigum við pabbi þetta allt saman… um 20 hross eða svo

9. Hver er besti hestur sem þú hefur átt?
Hmm… Elding verð ég að segja - átti líka voða fallega rauðskjótta hryssu sem hét Sif en hún fór til Þýskalands og var í miklu uppáhaldi þar :)

10. Hvar er hesturinn(hestarnir) þinn yfir árið ?
Upp í Borgarfirði…

11. Átt þú önnur gæludýr (Ef svo er hver )?
haha… ég á gullfiska! - svo átti ég kanínur sem ég ræktaði og seldi í bæinn þegar ég bjó úti á landi ;)

12. Hver er besti stóðhestur á landinu að þínu mati?
Orri frá Þúfu

13. Finnst þér að fækka mætti hrossum á landinu?
Nei, alls ekki - frekar að reyna að bjarga litastofninum, eins og t.d. litföróttu

14. Hvert er fegursta hross sem þú hefur augum litið?
Ég heillaðist rosalega af Kringlu frá Kringlumýri þegar ég sá hana á einhverju móti og eins fasmikla og þokkafulla hryssu hef ég ekki séð síðan…

15. Hvert er besta hross sem þú hefur setið?
Hann Frosti minn er nú draumur í dós en Forkur hans Kela er dúndurgóður

16. Uppáhaldsknapinn?
Enginn!

17. Hver er besti árangur þinn í keppni?
Hmm… ég fór í undankeppni fyrir Fjórðungsmótið á Kaldármelum fyrsta árið mitt í unglingaflokk, á hryssu sem ég var búin að þjálfa þvílíkt mikið - hún var rosalega erfið þegar ég fékk hana, prjónaði, skvetti og var með höfuðið fett upp í loft, tölti illa og var spöttuð á annarri afturlöppinni - hvað um það þá komst ég 4. inn á fyrir Skugga, gekk vel á Kaldármelum og fór upp fyrir strákinn sem hafði komist 3. inn - ég var mjög sátt! Svo hef ég unnið helling af einhverjum svona firmakeppnum og gæðingamótum … piff en þetta var mjög sætur sigur fyrir mig þó ég kæmist ekki upp í verðlaunasæti ;)

18. Lýstu bestu stund þinni á baki hests?
Þær hafa verið mjög margar, t.d. að hleypa í fjörunni fyrir vestan á Eldingu, vera á Frosta og finna hann dansa á hægu tölti, í sýningu og fá klapp úr brekkunni, ríða út með pabba í góðu veðri, hlýðninámskeið með Únu og finna árangur… vá og miklu meira!!!

19. Hver er undirstaðan að góðri reiðmennsku?
Rólyndi, umhyggja, þekking og gott hugarfar

20. Hvað finnst þér um þetta áhugamál?
Helvíti fínt

21. Helsta framtíðartakmarkið?
Ég stefndi heillengi á það að verða dýralæknir, en - ég vona að ég eigi eftir að standa mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur :)

22. Eitthvað að lokum?
Þó hestar geti ekki talað þá hafa þeir tilfinningar - þeir gleyma seint og ef ÞÚ ert góð/ur við hestinn/hestana þinn/þína þá færðu það margfalt til baka og sú tilfinning verður ekki metin til fjár!
Danke