1. Huganafn
Bluefire (Kvk)

2. Aldur:
Bara svona eins og vanalega, Top secret!!!! Ég er nú samt komin vel á veg með að stofna eigið heimili.

3. Atvinna:
Kirkjugarðaflokkstjóri/Bókasafnshækja

4. Hestamannafélag:
UHA (Uppgjafa hestamenn anonymous)

5. Borðar þú hrossakjöt?
Ekki dags daglega, mér finnst það svo helv… vont á bragðið. Ég veit samt um eina húsfrú sem getur eldað gott hrossakjöt.

6. Á hvaða aldri varstu þegar þú byrjaðir í hestamennskunni?
Ég held að ég hafi verið um 7 ára þegar ég fór að flakka um landið með pabba. Hann var að taka myndir af hrossum hér og hvar og ég fékk að fljóta með. Ég eignaðist merarkrullið mitt ekki svo löngu seinna.

7. Af hverju ertu í hestamennsku?
Ég er nú eiginlega ekki lengur í hestamennsku, þar sem skóli er býsna tímafrekur.

8. Áttu hest ?
Já, ég á einn indælan rokuhund sem ég treysti ekki fyrir neinum. Hann kæmi væntanlega til með að rjúka með viðkomandi út í veður og vind og stytta líf hans til muna.

9. Hver er besti hestur sem þú hefur átt?
Það er Erpurinn minn, annar af hrossunum sem ég hef átt. Hann er elstur hrossanna í fjölskyldunni en er svo tryppislegur að flestir telja hann yngstann hrossanna okkar, þangað til þeir kíkja upp í hann.

10. Hvar er hesturinn(hestarnir) þinn yfir árið ?
Klárinn minn er í Flóanum allan ársins hring.

11. Átt þú önnur gæludýr (Ef svo er hver )?
Já, ég á kött og kærasta.

12. Hver er besti stóðhestur á landinu að þínu mati?
Nú er ég algerlega úti á þekju.

13. Finnst þér að fækka mætti hrossum á landinu?
Nei, ekki endilega. Það mætti frekar vinna að því að auka litafjölbreytnina í stofninum.

14. Hvert er fegursta hross sem þú hefur augum litið?
Það er tvímælalaust Randver frá Nýjabæ. Hann er einn sá glæsilegast hestur sem ég hef séð. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum í haga.

15. Hvert er besta hross sem þú hefur setið?
Á maður ekki að vera hlutdrægur og segja að það sé hann Erpur minn. Ég hef nú samt allt annan smekk fyrir reiðhrossum en þorri landans.

16. Uppáhaldsknapinn?
Enginn!

17. Hver er besti árangur þinn í keppni?
Annað sæti og Fyrstu verðlaun fyrir búning í einni og sömu keppninni. Að mig minnir eina keppnin sem ég hef keppt í af einhverri alvöru.

18. Lýstu bestu stund þinni á baki hests?
Það er engin ein betri en allar hinar. Hestamennska er yndisleg eins og hún leggur sig.

19. Hver er undirstaðan að góðri reiðmennsku?
Skilningur, væntumþykja, rólyndi og fjöldinn allur annar af góðum mannlegum kostum.

20. Hvað finnst þér um þetta áhugamál?
Bara dálaglegt.

21. Helsta framtíðartakmarkið?
Lifa lífinu í sátt og samlyndi, eða eitthvað annað álíka hryllilega væmið. T.d. eignast tvo börn……(restin af klassísku ræðunni) Nei ég held ekki. Bara njóta þess að vera til!

22. Eitthvað að lokum?
Takið ykkur tíma til að brosa til þeirra sem mæta ykkur á götunni og þið gætuð einhvern daginn bjargað einhverjum! (þó það væri nú ekki nema að viðkomandi hætti við að hafa hakk í kvöldmatinn)