Uppskeruhátið hestamanna var haldin í gær á Broadway, menn og konur skemmtu sér konunglega undir fögrum tónum Helga Björns. Árleg verðlaun voru veitt og kom það engum á óvart hver hampaði meiri hluta verðlaunanna.

Sveinn Guðmundsson hlaut heiðursviðurkenning LH fyrir frábært rækurnarstarf undanfarin ár. Sveinn hefur um áratuga skeið ræktað mörg frábær hross kennd við Sauðárkrók. Hann hefur unnið hinn eftirsókna Sleipnisbikarinn þrisvar sinnum.



Ný verðlaun voru veitt og er það ræktandi keppnishrossa. Indriðið Th. Ólafsson hlaut þau verðlaun fyrir Orra frá Þúfu, Orri hefur ekki einungis gefið úrvals kynbótahross einnig frábær keppnishross.

Hekla Katharína Kristinsdóttir var valin efnilegi knapi ársins, hún var tvöfaldur Íslandsmeistari í fjórgangi og tölti ungmenna. Hekla er einnig frábær fyrirmynd yngri kynslóðarinnar eru bæði innan vallar sem utan.

Bjarni Jónasson var kynbótaknapi ársins.Bjarni sýndi fimm hross á árinu og var meðaleinkunn hæfileika þeirra 8.40, glæsilegur árangur.

Sigursteinn Sumarliðason sigraði gæðingaknapann. Hann stóð sig frábærlega í þeiim gæðingakeppnum sem haldnar voru í sumar á stóðhestinum Álmi frá Skjálg og Ölfu frá Blesastöðum.



Sigurbjörn Bárðarson var kjörinn íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum knapi ársins. Sigurbjörn náði frábærum árangri á mótum í sumar og var tilnefndur í fjórum flokkum knapaverðlaun. Sigurbjörn sigraði til dæmis A-flokkinn í Andvara á gæðingnum Stakki frá Halldórsstöðum, hann setti Íslandsmet í 150m skeiði með rafrænni tímatöku á Óðni frá Búðardal, sigraði Meistaradeild VÍS annað árið í röð. Sigurbjörn er einn fremsti íþróttamaður landsins og er vel að titlunum kominn.



Hestafréttir óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.
mbk. Böðvar Guðmundsson