Hér fyrir neðan má sjá tíu hryssur sem hafa hlotið yfir 8.50 sýndar 5 vetra og er þetta samantekt yfir allar hryssur sem hafa verið sýndar frá upphafi kynbótasýninga. Gleði frá Prestsbakka er langhæst með 8.70 í aðaleinkunn.

Gleði frá Prestsbakka er sú hryssa sem hefur hlotið hæsta dóm 5 vetra gömul eða 8.70 í aðaleinkunn. Gleði er fædd 1995 og hún á 10 afkvæmi, fjögur eru sýnd og tvö sýnd í 1 verðlaun. Víðir frá Prestsbakka er hæst dæmda afkvæmi Gleði og elsta. Hann er fæddur 2001 og er með 8.34 í aðaleinkunn og er með 127 stig í kynbótamati. Gleði er með 122 stig. Hún er undan Þorra frá Þúfu og Gyðju frá Gerðum.



Dögg frá Breiðholti, Gbr er önnur með 8.61 í aðaleinkunn. Hún er fædd 2001 og á þrjú afkvæmi skráð í WF, ekkert sýnt, elsta er fætt 2007. Dagur frá Hjarðartúni er með hæsta kynbótamatið af hennar afkvæmum eða með 125 stig. Dögg er með 126 stig í kynbótamati. Hún er undan Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi.



Þóra frá Prestsbæ er þriðja með 8.59 í aðaleinkunn. Hún er fædd 2003 og á engin afkvæmi. Þóra er með hæsta kynbótamat í heimi eða með 132 stig. Hún er líka undan Orra frá Þúfu og Þoku frá Hólum.



Glíma frá Bakkakoti er fjórða með 8.58 í aðaleinkunn. Hún er fædd 2001 og á eitt afkvæmi, Garúnu frá Eystra-Fróðholti hún er fædd 2009 og er með 122 stig, Glíma er sjálf með 124 stig. Glíma er undan Sæ frá Bakkakoti og Glettu frá Bakkakoti.



Gletta frá Þjóðólfshaga 1 og Finna frá Feti eru jafnar í fimmta og sjötta með 8.52 í aðaleinkunn.

Gletta er fædd 2004 og á ekkert afkvæmi. Kynbótamat Glettu er 123 stig. Hún er undan Huginn frá Haga I(8.57) og Glóð frá Jórvík 2(8.11).



Finna er fædd 2002 og hún á eitt afkvæmi, Fálu fra Høje Sandbjerggård hún er fædd 2009 og er 2010 og er með 120 stig í kynbótamati. Finna er sjálf með 121 stig. Hún er undan Roða frá Múla og Fold frá Feti.



Eldvör frá Lipperthof er sjöunda með 8.51 í aðaleinkunn. Hún er fædd 2004 og á eitt afkvæmi, Eldjárn vom Lipperthof sem er fæddur 2008, hann er með 118 stig í kynbótamati og Eldvör er með 121 stig. Hún er undan Lykli frá Blesastöðum 1A og Emblu frá Efri-Brú.



Píla frá Syðra-Garðshorni, Elding frá Haukholtum og Vordís frá Kronshof eru jafn háar með 8.50 í aðaleinkunn.

Píla er fædd 2003 og á eitt afkvæmi, Pílagrím frá Þúfum sem er fæddur 2009 og með 124 stig í kynbótamati. Píla er með 125 stig. Hún er undan Adam frá Ásmundarstöðum og Kleópatru frá Nýjabæ.



Elding er fædd 2002 og á eitt afkvæmi, Eydísi frá Haukholtum, hún er fædd 2009 og kynbótamatið er ekki komið inn. Elding er með 116 stig í kynbótamati. Hún er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Fjöður frá Haukholtum.



Vordís er fædd 2003 og á eitt afkvæmi, Gými vom Kronshof, hann er fæddur 2009 og er með 123 stig í kynbótamati, Vordís er með 118 stig. Hún er undan Ögra frá Hvolsvelli og Lögg vom Kronshof.
mbk. Böðvar Guðmundsson