Gæðingurinn frábæri Hrímnir frá Ósi verður til afnota að Hárlaugsstöðum í Ásahreppi eftir landsmót 2011. Hrímnir er klárhestur í fremstu röð, hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og brokk í kynbótadómi í júní 2010, aðeins 5 vetra gamall og nýstiginn uppúr veikindum.


Gott geðslag, mikill vilji, fas og rými ásamt mikilli skrokkmýkt og góðum gangskilum eru sterk einkenni hjá Hrímni sem skilað hafa honum í fremstu röð. Hrímnir kom frískur heim eftir sumarið og mun senn hefja þjálfun aftur þar sem stefnan er tekin á landsmót 2011.


Sköpulag: 7,0 8,0 8.5 8.5 7.5 8,0 8.5 8.5 = 8,08
Hæfileikar: 9,5 9,5 5,0 9,0 9,0 9,0 8,5 = 8,49

Aeink: 8,32 - Kynbótamat 117.

Hrímnir gefur upp til hópa myndarleg afkvæmi og sækja tryppin undan honum ýmislegt til föður síns s.s. mikla reisingu og prúðleika og skrefstærð ásamt mýkt og fótaburði.

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Gíslason á Hárlaugsstöðum í síma 895 2084 og Sindri Þór í síma 868 3798.“
mbk. Böðvar Guðmundsson