Á stjórnarfundi Hrossaræktarsambandsins sem haldinn var þann 28. október sl. var rætt um hvort halda ætti folaldasýningu. Í ljósi þess að fagfólk í smitvörnum beinir þeim tilmælum til fólks að huga vel að heilsu folalda, og eigendur hugi vel að aðbúnaði hrossa, þá þykir stjórninni ekki forsvaranlegt að fara að kalla saman hóp ungviða til folaldasýningar.
Stjórninni þykir þessi staða miður þar sem folaldasýningarnar eru hluti af félagslífi okkar hestamanna og ýta undir það að við hittumst og sjáum hvað við eigum von á að skili sér til kynbótamarkaðarins í framtíðinni. Við verðum bara að trúa því og treysta að staðan verði önnur að ári og þá flykkjumst við með hestefni framtíðarinnar til folaldasýningar.
mbk. Böðvar Guðmundsson