Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði verður haldinn í Miðgarði 30 október. Þar verður mikið um dýrðir; minnst verður 40 ára starfsafmælis Hrossaræktarsambands Skagfirðinga, veitt verða afreksverðlaun í reiðmennsku og hrossarækt og síðast en ekki síst verður glæsileg matarveisla að hætti Óla á Hellulandi. Veislustjóri verður Tryggvi Jónsson kenndur við Dæli og Himmi Sverris og félagar spila fyrir dansi.
mbk. Böðvar Guðmundsson