Hundrað áttatíu og fjórir hestar eru yfir 110 í kynbótamati fæddir árið 2009, sjötíu eru yfir 115 og ellefu yfir 120. Hæsta kynbótamatið árið 2009 hjá graðhestunum er 123 stig og eru það Styrmir frá Skagaströnd undan Sóloni frá Skáney og Þjóð frá Skagaströnd og Bessi frá Grímarsstöðum undan Kvisti frá Skagaströnd og Birtu frá Úlfsstöðum sem eru hæstir. Tekið skal fram að ekki eru allir hestar fæddir 2009 komnir með kynbótamat og aðeins 2000 færslur eru sýndar.

Hér fyrir neðan má sjá þá ellefu hesta sem eru yfir 120 í kynbótamati. Kynbótamatið er feitletrað og undirstrikað.

IS2009156955 Styrmir frá Skagaströnd 2500 56 IS Lifandi 123 Sólon frá Skáney Þjóð frá Skagaströnd

IS2009135631 Bessi frá Grímarsstöðum 1594 35 IS Lifandi 123 Kvistur frá Skagaströnd Birta frá Úlfsstöðum

IS2009182899 Sæþór frá Birkilandi 7500 82 IS Lifandi 122 Kvistur frá Skagaströnd Sædís frá Hjarðartúni

IS2009184174 Glæsir frá Fornusöndum 1500 84 IS Lifandi 121 Þóroddur frá Þóroddsstöðum Svarta-Nótt frá Fornusöndum

IS2009184011 Nn frá Ytri-Skógum 2500 84 IS Lifandi 121 Þóroddur frá Þóroddsstöðum Gná frá Ytri-Skógum

IS2009135630 Grettir frá Grímarsstöðum 1510 35 IS Lifandi 121 Álfur frá Selfossi Skálm frá Úlfsstöðum

IS2009157949 Kvistur frá Syðri-Mælifellsá I 1500 57 IS Lifandi 120 Tindur frá Varmalæk Hrísla frá Sauðárkróki

IS2009135941 Víkingur frá Hellubæ 0100 35 IS Lifandi 120 Hróður frá Refsstöðum Vaka frá Hellubæ

IS2009135062 Daggar frá Einhamri 2 3520 35 IS Lifandi 120 Orri frá Þúfu Gusta frá Litla-Kambi

IS2009135060 Dugur frá Einhamri 2 1500 35 IS Lifandi 120 Kvistur frá Skagaströnd Trú frá Kálfholti

IS2009101044 Skaginn frá Skipaskaga 1500 01 IS Lifandi 120 Álfur frá Selfossi Assa frá Akranesi

Við tókum saman hvað efstu graðhestarnir eiga mörg hestsafkvæmi yfir 110 í kynbótamati fædd árið 2009.

Sólon frá Skáney á tvö

Kvistur frá Skagaströnd sex

Þóroddur frá Þóroddsstöðum á sex

Álfur frá Selfossi tíu

Tindur frá Varmalæk tvö

Hróður frá Refsstöðum sjö

og Orri frá Þúfu eitt.
mbk. Böðvar Guðmundsson