Hér fyrir neðan má sjá fjórtán stóðhesta sem hlotið hafa yfir 8.50 í aðaleinkunn 5 vetra gamlir og er þetta samantekt yfir alla hesta sem hafa verið sýndir frá upphafi kynbótasýninga. Þóroddur frá Þóroddsstöðum er hæstur með einkunnina 8.74 og er það jafnframt hans hæsti dómur. Af þessum fjórtán eru þrettán undan 1. verðlauna foreldrum.

Þóroddur frá Þóroddsstöðum er fæddur 1999. Hann er hæstur með einkunnina 8.74. Elsta afkvæmi hans er fætt 2002. Hann á þrjúhundruð fjörutíu og átta afkvæmi skráð í WF, tuttugu og sjö hafa verið sýnd og ellefu í 1 verðlaun. Hæst dæmda afkvæmi hans er Grunnur frá Grund ll með einkunnina 8.47. Þóroddur er undan Oddi frá Selfossi(8.48) og Hlökk frá Laugarvatni(8.10).




Oliver frá Kvistum er fæddur 2004, hann er annar með einkunnin 8.67. Elsta afkvæmi hans er fætt 2007 og tuttugu og eitt skráð í WF. Oliver er undan Aron frá Strandarhöfði(8.54) og Orku frá Hvammi(8.15).



Viktor frá Diisa og Gári frá Auðsholtshjáleigu eru jafnir í þriðja og fjórða með einkunnina 8.63.

Viktor er fæddur 2004. Hann á fjörutíu og fjögur afkvæmi skráð í WF og elsta afkvæmi hans er fætt 2008. Viktor er undan Garra frá Reykjavík(8.77) og Svönu frá Neðra-Ási(8.32).




Gári er fæddur 1998. Hann á tvöhundruð sextíu og sjö afkvæmi í WF, fjörutíu og eitt eru sýnd, tuttugu og eitt í 1 verðlaun og hans hæst dæmda afkvæmi er Ösp frá Auðsholtshjáleigu með einkunnina 8.47. Gári er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Limru frá Laugarvatni(8.07). Gári var einnig með þeim hæst dæmdu yfir allan heiminn frá upphafi þegar hann var sýndur 4 vetra.




Ómur frá Kvistum er fimmti með einkunnina 8.61. Hann er fæddur árið 2003, á fimmtíu og sex afkvæmi og elsta er fætt 2008. Ómur er undan Víglundi frá Vestra-Fíflholti(8.06) og Orku frá Hvammi(8.15) en hún er einnig móðir Olivers sem er annar.




Kiljan frá Steinnesi er fæddur 2004 og er sjötti með einkunnina 8.59. Kiljan á fimmtíu og þrjú afkvæmi skráð í WF og elsta er fætt 2007. Hann er undan Kletti frá Hvammi(8.49) og Kylju frá Steinnesi(8.17).




Kvistur frá Skagaströnd er fæddur 2003 og er áttundi með einkunnina 8.58. Hann á hundrað og fjórtán afkvæmi í WF og elsta afkvæmi hans er fætt 2006. Hann er undan Hróðri frá Refsstöðum(8.39) og Sunna Akranesi(8.16).




Vilmundur frá Feti er fæddur 2001 og er níundi með einkunnina 8.56. Hann á hundrað og nítíu afkvæmi, sjö sýnd og fjögur í 1 verðlaun. Hæst dæmda afkvæmi hans er Frakkur frá Langholti með einkunnina 8.41. Vilmundur er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Vigdís frá Feti(8.36).




Þeyr frá Akranesi er fæddur 2001 og er tíundi með einkunnina 8.55. Hann á sjötíu og sjö afkvæmi í WF og elsta er fætt 2006. Þeyr er undan Otri frá Sauðárkróki(8.37) og Ölrún frá Akranesi(ekki sýnd).




Gaumur frá Auðsholtshjáleigu er fæddur 2001 og er ellefti með einkunnina 8.53. Hann á hundrað nítíu og níu afkvæmi skráð í WF, þrjú sýnd og tvö í 1 verðlaun. Patrik frá Reykjavík er hæst dæmda afkvæmi hans með einkunnina 8.19. Gaumur er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Hildi frá Garðabæ(8.00).




Seiður frá Flugumýri og Hnokki frá Fellskoti eru jafnir í tólfta til þrettánda með einkunnina 8.52.

Seiður er fæddur 2004. Hann á fimmtíu og átta afkvæmi skráð í WF og elsta afkvæmi hans er fætt 2007. Seiður er undan Kletti frá Hvammi(8.49) og Sif frá Flugumýri(8.40).




Hnokki er fæddur 2003. Hann á áttatíu og tvö afkvæmi skráð í WF og elsta er fætt 2005. Hnokki er undan Hrynjanda frá Hrepphólum(8.23)og Hnotu frá Fellskoti(8.07).




Sæfari frá Hákoti er fæddur 2004 og er fjórtandi með einkunnina 8.50. Hann á tólf afkvæmi skráð í WF og elsta afkvæmi hans er fætt 2008. Sæfari er undan Sæ frá Bakkakoti(8.62) og Frá frá Hákoti(8.19).
mbk. Böðvar Guðmundsson