Við hrossasmölun í Flókadalsafrétt sl. sunnudag gerðist sá fáheyrið atburður að tæpur helmingur stóðsins hvarf uppá fjöllin milli Fljóta og Sléttuhlíðar.Tildrögin voru sú að þar sem óvenju margt fé var á afréttinum og vitað að það var hátt í fjöllunum var ákveðið að hafa afréttarhliðið opið í von um að hrossin myndu renna niður Flókadalinn og jafnvel niður að rétt.
Þetta virtist ætla að ganga eftir þegar liðlega tuttugu hross skokkuðu niður dalinn. Þau tóku hinsvegar beyju sveigðu til vestur yfir Flókadalsá og héldu síðan uppá þverdal sem heitir Blikárdalur og sáust síðast hverfa þar uppá fjallsbrúnina. Þarna uppi er sléttlendi en gróður lítið. Ekkert sást til hossanna á mánudag og á þriðjudag var þoka og ekkert skyggni til fjalla. Áformað er að fá flugvél til að fljúga yfir þetta svæði nú í vikunni þegar birtir til. Þessi hross virðast sérlega taugaveikluð því í fjársmölun þann 11.september rauk hluti stóðsins út í urð þar sem eitt fótbrotnaði. Varð að gera leiðangur daginn eftir til að hjálpa nokkrum úr þessum ógöngum og aflífa það sem brotnaði.
mbk. Böðvar Guðmundsson