1. Huganafn
Mig
2. Aldur:
14
3. Atvinna:
engin eins og stendur.
4. Hestamannafélag:
Fákur, en af bæði stjórnmaálegum ástæðum og fátækt er ég ekki skráður félagi.
5. Borðar þú hrossakjöt?
Nei, ég ét ekki hestakjöt. Ég hef ástæðu fyrir því. Ég vil ekki éta eitthvað sem ég hef kannski horft á og svo er hrossakjöt´líka svo djöfullega vont!
6. Á hvaða aldri varstu þegar þú byrjaðir í hestamennskunni?
11 ára
7. Af hverju ertu í hestamennsku?
Ja, ég er ekki enn þá hættur vegna þess að þegar ég kem af baki góðum hesti eru öll mistökin, slysin og óhöppin vel þess virði!
8. Áttu hest ?
Jamms!
9. Hver er besti hestur sem þú hefur átt?
Merin mín, Rúsína
10. Hvar er hesturinn(hestarnir) þinn yfir árið ?
Á Bjarnastöðum
11. Átt þú önnur gæludýr (Ef svo er hver )?
Já, Boris Jeltsín snargeðveikan páfagauk sem er óeðlilega lítill og grænn að lit
12. Hver er besti stóðhestur á landinu að þínu mati?
Það er Orri frá Þúfu. Hann á flest afkvæmi á landsmóti… það er eiginlega ekki hægt að deila um það… hann er sá besti!
13. Finnst þér að fækka mætti hrossum á landinu?
Við eigum ekki að send einn sérstakan mann eða sérstaka nefnd til þess að keyra um landið og fara í einhvers konar nornaveiðar en við eigum að reyna einhvern veginn að fækka!
14. Hvert er fegursta hross sem þú hefur augum litið?
Eitthvað af merunum á Holtsmúla. Þær eru náttúrulega allar kasóléttar yfirleitt en það er eitthvað svo fallegt og göfugt við þessar merar.
15. Hvert er besta hross sem þú hefur setið?
Þrá frá Bjarnastöðum, já eða hann Geisli gamli þegar hann er í stuði.
16. Uppáhaldsknapinn?
Þeir er ógeðslega margir, Albert Jónsson eða Raggi Hinriks!
17. Hver er besti árangur þinn í keppni?
Hef ekki tekið þátt í keppni og ég stefni ekki að því. Allar þessar keppnir eru hestamennskunni hættulegar. Fólk festist í hugarfarinu “verð að vinna næstu keppni” og það er hættulegt.
18. Lýstu bestu stund þinni á baki hests?
Þegar ég fór í kjötsúpureiðina í fyrra á honum Geisla, það er ekki spurning!
19. Hver er undirstaðan að góðri reiðmennsku?
Næmni.
20. Hvað finnst þér um þetta áhugamál?
Ýkt dúndur og æði!
21. Helsta framtíðartakmarkið?
Verða góður í landafræði.
22. Eitthvað að lokum?
Já. Ég ætla að leggja fram formlega kvörtun yfir landbúnaðarráðherra. Hann setur allt og lítinn pening í menningarlega hluta hestamennskunnar! Öngvir peningar eru settir í hestaþætti eða þess konar kynningar fyrir almenningi á hestamennsku. Þetta þarf að laga!
Mig :)