Þegar rækta á gæðing framtíðarinnar Þegar farið er útí ræktun skal ávalt hafa kynbætur að leiðaljósi.
Hinu opinberu ræktunarmarkmið í stuttu máli eru:

Sköpulag almennt
Almennt er stefnt að því að rækta hina léttbyggðari gerð íslenska hestsins með mikilli áherslu á styrk, skrokkmýkt og vöðvastælta líkamsbyggingu. Sköpulagið á að stuðla að mikilli ganghæfni og eðlisgóðum höfuðburði og á sama tíma að taka mið af almennt viðurkenndum fagurfræðilegum þáttum.

Reiðhestshæfileikar almennt
Almennt er stefnt að því að rækta fjölhæfan, taktfastan og öruggan, viljugan og geðprúðan hest sem fer glæsilega í reið - hinn íslenskan gæðing.
(Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.bondi.is )

Bygging hests hefur mikið að segja upp á líf hestsins og heilbrigði, byggingargallar geta stuðlað að álagsmeiðslum og líkamlegu sliti fyrir aldur fram.
Þessi texti er ekki til að kenna þér að rækta topp hross eða koma þér á stall meðal efstu ræktenda, heldur til að fræða þig um nokkra punkta sem þú getur haft að leiðarljósi langi þig að koma framtíðar reiðhestinum þínum í heiminn.

Fyrst skaltu íhuga hvort hrossin sem þú hefur til umráða séu henntug til undaneldis, mér finnst best að horfa fyrst á bakið. bakið má ekki vera of langt.
Of langt bak er veikt bak, hrossið finnur meira fyrir álagi og hefur styttri endingar tíma, sérstaklega ef samræmi sé lakt og afturhluti er áberandi hærri en framhluti í þokkabót.

Lakt samræmi getur einnig valdið veiku baki þó það sé ekki langt ef hrossið er framlágt.

Næst horfi ég á háls herðar og bógar, hvernig ber hrossið sig, er burður hrossins þannig að það beri sig reist auðveldlega með knapa?
Þessi þáttur er ekki síðri mikilvægari en sá fyrri, byggingargallar í framparti geta valdi erfileikum í reið og beislisvandamálum.
Gott er að bógurinn sé vel skásettur og hálsinn sitji hátt, þá ertu strax komin með góðar líkur á að hrossið beri sig vel á þess að hafa mikið fyrir því og fari vel i beisli.

Réttleiki, fótagerð og hófar, þetta þrennt er mikilvægt ekki síður, fætur hrossa þurfa að bera þau og knapa yfir allar gerðir landslags yfir langa ævi og það getur haft áhrif á lífsgæði hestsins þíns ef byggingargallar stuðla að særindum, meiðslum og erfileikum. Einnig geta byggingargallar hér stytt endingartíma hests verulega.
Atugaðu hvort fæturnir séu nokkuð snúnir, og að leggir séu beinir og að gott bil sé á milli fóta (þá er bringan breið og sterkleg sem er gott) gott er að fylgjast með hrossinu á feti eða brokki til að athuga hvort það grípi nokkuð á sig.
Þreifaði á sinunum, athugaðu hvort þær séu ekki sterklegar og breiðar og hafi gott pláss.
Hófar þurfa að vera efnismiklir, djúpir með stóra hóftungu, spurði járningarmannin þinn hvað honum finnst um efnisþykkts hestsins þíns, hitt getur þú auðveldlega séð sjálf/ur, lyftu hófunum upp og skoðaðu hversu vel hvelfdur hófurinn er (eins og skál) og því stærri sem hóftungan er því betra.

Þetta eru bara auðveldar grunnljóstýrur sem hægt er að vinna útfrá þegar á að velja hross til ræktunar.
Ef þú ætlar að rækta mundu að koma hesti í þennan heim getur verið grimmt ef þú hefur ekki að leiðarljósi byggingarleguþættina, góð bygging stuðlar að heilbrigði og langri ævi ásamt góðum reiðeiginleikum á meðan slæm bygging getur stuðlað að hinu andstæða.
Góð bygging er líka gott vegarnesti fyrir folaldið þitt ef einhvern tíman þú þurfir að selja það frá þér því hestur með góða byggingu (góðan grunn að möguleikum) selst mun auðveldar og stuðlar að því að hann eignist góðan framtíðareiganda.