Ræktun 2006 - 29. apríl Ræktunarsýning 2006 Ingólfshvoll / Ölfushöll

Ég ákvað að kíkja á þessa sýningu í gær því að fyrirsögnin um þessa sýningu var góð. “Mikið úrval af bestu hestum landsins – Sannkölluð hestamannaveisla” En svo þegar við var litið á skránna var það því miður ekki rétt.

Mikið af hrossum frá ræktunarbúum sem hæfa fyrir barnaflokkinn. En það komu góð hross við og við. 4 vetra ósýnd hross sem munu gera það gott, eitt og eitt mikið ágengt og skrefhreint og fullir menn að sýna.

Gustur frá Lækjarbakka er alveg magnaður klárhestur. Fallegur og rúmur.
Blær frá Hesti sló í gegn í restina. Alveg flugvakur og hann fékk 9,5 fyrir skeið. Hann bjargaði alveg kvöldið fyrir mér því að ég var farin að geispa svo mikið.

En eitt alveg magnað. Alltaf þarf Ingimar Baldvins að troða Töfra frá Selfossi inn á allar þessar ræktunarsýningar. Þessi hestur er orðinn svo þreyttur, alltaf verið að skipta um knapa á honum og svo þarf Ingimar að sleikja fræga fólkið upp. Troða Unni Birnu á hann, og svo Önnu Bretaprinsessu LM 2002. Fyrirgefið mér en ég bíð við þessum manni.

Meira var það ekki. Ef sýningin hefði verið góð hefði þessi grein verið miklu lengri. :)
Ég þakka fyrir mig.