Sæl og blessuð.

Ég ætla að segja hér mína sögu þegar ég fór alein í heillt sumar til Svíþjóðar. Ég var einungis 16 ára gömul þegar ég fór þangað. Ég bjó hjá rosalega góðu fólki sem voru mér eins og aðrir foreldrar mínir og eru það enn í dag. Ég var í Stenbjar sem er svona sveitafélag rétt hjá Orsa í dölunum. Þar eru þau með hestaleigu (turriding), reiðskóla (ridskola) og mikið af góðum hestum. Þau voru þá svona rétt byrjuð í þessum bransa en ganga vel í dag.

Mér leið illa fyrstu 3 vikurnar því að ég fékk svo mikla heimþrá. En það lagaðist fljótt og ég fann mér mína rúntinu til þess að “meika” sumarið. Ég fór mikið í ferðalög með hjónunum. Til Gautaborgar, NM í Strönsholmen, SM í Gautaborg og margt mikið af skemmtilegu.

Þau lánuðu mér vespu til afnota svo að ég kæmist ferða minna. Ég þurfti ekki próf á létta vespu sem væri ekki skráð þannig að þetta var ekkert mál. Vespan bjargaði mér alveg heilmikið um sumarið. Þannig að ég fékk eiginlega umferðaæfingaraksturinn í Svíþjóð á vespu. :)

Þegar heitt var í veðri fórum við að “bada hastana” í vötnum sem voru nálægt. Það var alveg mergjað að upplifa það að vera í vatni og hesturinn eiginlega stendur sem er dypst fyrir hann til þess að kæla sig niður.

Núna í Maí er ég að fara til Noregs í sömu ævintýri. Mig hlakkar ekkert smá til. :)

En mig langar til þess að benda á ýmsa huti varðandi um svona ævintýri. Ef þið ætlið að gera það sama mun ég hafa eftirfarandi hluti í huga:

• Enskukunnátta algjör skilyrði, danska er stór kostur fyrir norðurlöndin.
• Kynna sér fólkið vel sem er að bjóða ykkur vinnu. Aldrei að vita hvort að þau sé vitleysingar eða annað.
• Vera komin á viðráðanlegan aldur. Sem sagt geta staðið upp og sagt hvað sé að ef eitthvað kemur fyrir.
• EF ykkur lýst illa á þetta á meðan dvöl stendur, endilega láta vita strax svo að þið getið rætt um málin.
• Haga sér vel og vera til fyrirmyndar. Það gefur svo mikið og sýnir hversu skynsöm þú ert.

Vonandi höfðu fólk eitthvað gaman að því að lesa þetta.

Kveðja, manneskjan