Þessi hestur er með þykkasta háls sem ég hef nokkurn tíma séð… Og svo þegar hann er svona ofboðslega feitur kemur þetta svolítið skondið út… þegar þið kvartið undan hvað ykkar hestar eða aðrir eru með þykkan háls hugsið þá til þessa hests…
Það er ekkert smá gaman að vinna með gaddavír í ljósmyndum, hann hjálpar til við að búa til ákveðna stemningu sem hefði annars ekki fengist á myndinni. Þar sem vírinn er í fókus en ekki hesturinn (minn elskulegi Nökkvi) skapar það ákveðin skil á milli viðfangsefnisins og ljósmyndarans. úúú, djúpar pælingar. ;) haha
Tók ekki þesa mynd. En þessi hestur heitir Sproti og hann er/var eitthvað um fjagra vetra þegar þessi mynd var tekin.. Einu sinni þegar ég var að fara að keppa á honum Sprota þá var búið að gera svo gott boð í hann dægin áður keppnina. Þannig hann varð bara seldur.. Áður en keppnin var búinn.. Þannig ég keppti bara á honum Stakki frá Þúfu..