Gott í kuldanum jæja, nú er Styr að ná sér og það var mikill munur á honum í dag en fyrir nokkrum dögum, hann var almennt hress, velti sér um í snjónum og þóttist vera graður og mikill vilji var í reiðtúrnum.
Styr er virkilega góður hestur ef hann er með góðan knapa, hann er rosalega næmur á skipanir og rétri ásetu, hann er dún mjúkur ef knapinn situr rétt.
Hann er svoldill hræðslu púki, í kvöld drógumst við aftur úr og þegar annar hestur koma snöggt aftan að honum þá fældist hann og hálf prónaði og rauk smá spotta, ég skil ekki hvernig ég hékk á baki, það var auðvelt að róa hann og stoppa.
Alveg rétt hjá konunni sem seldi mér hann, hann er frábær hestur en alls ekki fyrir byrjendur og það er ekki óhætt að setja börn á hann. núna þarf ég bara að vinna með mig og við verðum gott par, ég held líka að hann treysti mér ekki alveg því hann er mjög órólegur þegar það eru bara við 2 að dúlla okkur (eða þannig)
ég er virkilega ánægð með daginn í dag og ég var ekkert hrædd, sem ég er búin að vera :D