Bleikskjóni Hérna er hann bleikskjóni… ég veit ekki alveg hvað hann heitir en hann er sem sagt 6 vetra fimmgangshestur, hann er örlítið kjarklaus en frekar rólegur, hann er að komast yfir ótta sinn við hunda og genur vel með það, hann töltir á slökum taumum en hefur enga yfirferð, skeið er pottþétt í honum en hefur ekki verið þjálfað, enda er hann bara mánaðartaminn og svo hef ég verið að ríða honum í 2 aðra mánuði… En semsagt, hann er í þjálfun hjá mér fram að næstu mánaðarmótum, þá held ég að það eigi að reyna að selja hann, þannig að ef þið hafið áhuga þá talið við mig…
Með kveðju frá hestafríkinni…