Hver er liturinn? Það er mismunandi hvað fólk kallar litinn á hrossum, myndin hérna er af tryppinu mínu Strák, sem fæstir eru sammála um hvernig sé á litinn, hef heyrt móskjótt, mósottskjótt og jafnvel gráskjótt.. Hvað haldið þið?

Ég myndi segja að tryppið væri Móálottskjótt, sokkott, nösott, daufstjörnott(sérst reyndar ekki á myndinni) með þrílitt fax, mósott, grásvart og ljóst, og hálf skottottur þar að auki… ;Þ Skemmtileg blanda ekki satt?
-