Hesturinn minn er byrjaður að basla þegar ég bið hann um að gefa eftir eða er að vinna með hann og tek aðeins í tauminn. um leið og ég slaka á taumnum fer hann með tunguna undir aftur. ég er ekki of harðhent við hann eða neitt þannig, passa alltaf að gefa eftir þegar hann gerir rétt. hann er bara nýbyrjaður á þessu, þótt ég sé búin að vera með hann í 6 ár.

hann reynir ekki að rjúka eða neitt þannig þótt hann gerir þetta, alveg létt að stjórna, hægja niður og allt það þótt tungan sé yfir.

ég er með tvíbrotin mél, alls ekki þunn, bara mjög venjuleg og hef alltaf notað þau, hann freyðir vel og er sáttur með mélið.

þess vegna finnst mér skrítið að hann sé allt í einu byrjaður á þessu.

þannig ég spyr, eru þið með einhverjar góðar hugmyndir til að laga þetta vandamál? :)