Hæhæ.
Ég hef verið að pæla í þessu mjög lengi og aldrei fundið neitt um þetta á netinu svo ég ákvað að finna eithverja virka spjallsíðu og spurjast um þetta.

Sko hesturinn minn og ég höfum verið í nokkurn skonar Natural Horsemanship þjálfun í hálft ár sem snýst bara um það að þjálfa hestinn sinn með náttúrulegri þjálfun. Við stunduðum einnig parelli á tímum og brelluþjálfun og erum allveg með það á hreinu hann kann að leggjast, spænska sporið, brosa, hneigja, prjóna og fleira. En það er ekki það sem ég hef áhyggjur af..

Sko ég er núna að fara klára skóla bráðum og þarf að einbeita mér mjög mikið af náminu og systir mín eða móðir mín eru oftast að nota hestinn minn en alltaf um leið og eithver annar en ég stýgur á bak á hann þá brjálast hann bara, hann prjónar skvettir upp rassgatinu og þegar það er verið að fara á bak, leggja á eða fara af baki sparkar hann, skvettir eða prjónar og lætur öllum illum látum. En ef ég legg á, fer á bak, af baki eða bara ég er nálægt honum er hann engill hann gerir ekki neitt fullkomni hestur bara. Og þetta er orðið mjög erfitt fyrir móður mína að hafa hann í hesthúsinu að það má ekki koma manneskja nálægt honum nema ég sé með eða bara ég og hann sparkar eða slær… Hann sparkaði í systur mína í dag og hún er allveg illa særð á löppinni en aldrei myndi hann gera þetta við mig.. Og svo fór litlu frænkur mínar 5 og 8 ára á hann fyrir nokkrum vikum og ég var með þá bara gerði hann ekki neitt. Bara um leið og ég er farin eða ekki þarna þá bara slær hann, prjónar, sparka og bítur og lætur öllum illum látum snýr við í reiðtúrnum.

Þannig ég spyr er hann búin að velja mig sem eiganda sinn?

Takk, Dóróthea :)