Sko ég keypti hest og það var sagt mér að hann væri ekki með skeið
og mér fannst það alveg í lagi en svo fór vinkona mín á
hann einhverntímann og sagði klárlega að hann væri með skeið!!
ég var bara að pæla hvort fyrrum eigendurnir voru bara að bulla eða eitthvað
og líka hvernig maður þjálfar skeið því hann gerir þetta bara stundum
við sérstakar aðstæður eins og maður hvetur hann áfram af tölti
og upp í stökk fyrir framan brekkur þá t.d. skeiðar hann og svoleiðis!!

og líka á ég eina meri sem er rosalega þung í beisli og togar rosalega í tauminn þegar maður setur hana á tölt, hún er alveg með gott tölt það er bara að halda henni á því, því hún vill helst bara fara og lengja hálsin eins langt niður og hún getur!! hún gerir þetta stundum á feti eða brokki bara ekki eins mikið og á tölti!!

er einhver sem getur sagt mér góð ráð ??! :')