Smá tilraun til þess að vekja spjallið og fá ferli manna hér inni.
Ég kem með mitt framtíðarferli hingar innfljótlega. Ég er bara nýbyrjaður á fullu í hestum svo ég er enn að afla mér þekkingu svo ég er ekkert byrjaður að temja enn sem komið er. Ætla samt að dunda í að spekja folaldið mitt í vetur eftir áramót og það kemur til með að vera fyrsta tamningarhross mitt af vonandi mörgum.

En svona tilgangurinn með þessum þræði var að fá hreinlega allt um tamningaferlið hjá ykkur.

T.d. temjið þið hestinn part af hverjum vetri frá 1-3 ára áður en þeir fara í fulla tamningu, látið þið hrossið standa í haga þar til þið temjið það eða hvernig er ferlið og á hvaða aldri eru hrossin.


Persónulega kem ég til með að temja/spekja öll hross folaldaveturinn, svo byggja upp, taka aðeins meira á öðrum vetri, enn meira á 3 og svo full tamning á fjórða vetur.

Hvernig gerið þið þetta ?
Eruð þið að temja mörg hross ? Þá fyrir ykkur og eða aðra ?

Endilega hjálpið til við að vekja spjallið.

Bætt við 11. ágúst 2010 - 15:59
Og svona til þess að bæta við þar sem enginn hefur komið með sitt ferli.

Hvað gerið þið á hverju stigi ef þið erum með þetta í stigum. Byrjið þið á að spekja,svo lónsera svo hoppa á bak eða hvernig er ykkar tamningarferli.
Liverpool= Þeir allra bestu.