Þessi tvö ljóð samdi ég í snatri núna rétt áðan, þetta er reyndar óttalegt bull en segjið mér endilega hvað ykkur finnst. Þetta eru semsagt tvær mjög mismunandi hestgerðir;)

Hann rauðblesi minn er rosa latur,
Ríkur hann ekki af stað.
Lítið þarf til að hann liggi flatur,
Líkt og símjúkt hrossatað.

Hún fékk mjög mikið æðiskast,
miklir voru hrekkir.
Þessu má líkja við gróft guðlast,
Gröftur er þó skárri en hlekkir.

Punktur mun verða gæðings hestur,
í senn mun hann verða bestur.
Takmarkalaus hann hleypur og hleypur,
Hristist og er hvergi smeykur.

Ákvað að bæta við þessu síðasta, það er um hest sem ég á 60% hlut í og hef sent inn 2 myndir af honum hérna úr hestaferðinni í sumar;)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)