Ég var að kaupa mér hest fyrir 3 dögum, ég var búin að fara í reiðtúr á henni 2 og hún var allveg eins og hugur manns. Hún hafði verið í 2 vetur hjá Sigga Matt í tamningu og svo hafði Jóhannes Ragnars og Alli líka tekið hana í tamning, hún hafði líka verið í hestaleiga vegna þess að hún var svo ljúf og átti enga hrekki til og gerði bara allt sem maður bað hana um.
Við náðum í hana og þurftum að keyra í ca 3 klst í kerru. hún var fín í umgengi eins og hún hafði venjulega verið en svo kom að því að fara á bak… hún var ekki sátt við það að ég var að fara á bak og hljóp í burtu áður en ég gat sveiflað hinum fætinum yfir, en svo á endanum komst ég á bak og allt gekk ágætlega en svo næsta dag (í gær, 15. nóv) stóð hún allveg kyrr þegar ég fór á bak en svo hvatti ég hana áfram og þá setti hún hausinn undir sig, setti upp kryppu og lét eins og naut í rodeo og ég kastaðist af baki. Svo prófaði annar maður hana seinna um daginn til þess að vera viss um að ég hafði ekki bara gert einhvarja vitleisu ( fyrst að ég komst ekki aftur á bak útaf ég lenti á bakinu og gat & get varla hreyft mig ) en þá var það sama sagan með hann, Ég er að pæla hvort þetta séu bakverkir eða einhvað slíkt? vegna þess að maðurinn sem átti hana notaði alltaf stopp dínu og það breytir auðvitað einhverju og ég ekki með neina dýnu