ég hef mikið verið að spá í þessu hugtaki vilji
hver er ykkar skylgreining á orðinu.

yrir mér er Vilji það að hesturinn geri hlutina fyrir mann skilyrðislaust, sé jafn viljugur að fara áfram og hann er viljugur að stoppa, hefur mikla ferð og það geislar af honum.

ekki hestur sem ríkur bara áfram á heimleiðinni, grípur í sig geðveikt kapp, frekju og taumstífni.

: latur hestur er samt auðvita bara latur.. hann gerir hlutina með hálfum hug, einbeitir sér ekki, fer áfram á áhveðni knapans einni saman.

en einnig tek ég eftir hvað mér finnst þessi skilgreining mín á vilja einstaklingsbundin, eftir hrossum og líka þeim sem tamið hefur hestin og þeirra skilgreyningu á vilja.
“þú mátt alveg hafa þína skoðun en mundu bara að þín skoðun er röng.”