Þessi korkur er fluttur af tips & trick dálknum og hefur verið lagfærður aðeins (stafsetning, málfar og orðaval). Hann er eftir notendann bryndisheida.

Nú er ég komin með nóg af því að fólk segi að hestaíþróttin sé ekki íþrótt.

Ég tók mér frí frá öllum íþróttum í sumar bæði vegna þess að mér gekk svo vel í
keppnum í sumar, ég var að fá nýjan klár í hendurnar að ég áhvað að einbeita mér aðeins að hestunum. Þegar ég er spurð “æfir þú einhvejar íþróttir?” og ég segi hestamennsku að þá er sagt “piff það er nú engin íþrótt þú situr bara á hestinum og hann hleypur með þig!!” VÁ getur fólk ekki farið að hugsa!!!!

Í hestamennsku er ekki það eitt sem gildir að sitja á baki maður verður að gera sér grein fyrir að maður er með lifandi skeppnu í höndunum og hann hefur tilfinningar og líf svo maður þarf að hirða vel um þá moka reglulega, gefa minnst tvisvar á dag, kemba , snyrta, raspa og ég gæti haldið áfram og áfram. Svo ekki sé minnst á að hver og einn hestur er misjafn en fótboltaleikur og körfuboltaleikur gengur út á það sama og hesturinn bíður hugsa ég upp á meiri fjölbreitni og tækifæri.

En margir seiga að hestar geri manni ekkert gott og það sé engin líkamleg uppbygging. Ef fólk kallar að klemma sig fastan utaná tamningar hross eða hlaupa yfir stærðar tún að reka hesta ekki líkamlega þjálfun…

Eitt sem ég vil vitna í úr grein sem ég las inná hestafrettir.is “Í hugum margra eru hestamenn yfirleitt rallhálfir, hangandi á bikkjunum sínum. Auðvitað eru þetta vissir fordómar en þannig er þetta nú samt. Þó að hestamennska sé með mikinn fjölda iðkanda þá er 99 prósent af þeim bara dundarar.” Já svona er litið á okkur hestamennina svo ekki sé minst á litla umfjöllun í fjölmiðlun sama þótt hestaíþróttin sé ein af fjölmentustu íþróttum landsins.

En fótboltin fær alltaf sitt svo ég segi aðeins meira frá því sem ég las í þessari grein að Ríkissjónvarpið hafi ekki greitt minna en áttatíu milljónir fyrir sýningarréttinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram eftir tvö ár. Jafnvel allt upp í 100 milljónir. Hvernig má það vera að öllum þessum peningum sé varið í kaup á efni fyrir eina íþróttagrein en önnur nær hundsuð?

Takk fyrir mig ég bara varð að koma þessu frá mér.
-