Þessi korkur er byggður á efni eftir notendann bryndisheida, og af Tips & trick dálknum, endurskrifað með bættri málfræði og stafsetningu.

Áningar
Stutt áning:

Þegar áð er í stuttan tíma, svo sem 10 mínútur, er nóg að losa reiðmúlinn, krossleggja ístöðin og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Þegar þannig er áð er ekki nauðsinlegt að taka hnakkinn af hestinum. Slaka má gjörðinni svo lítið á áningarstað, það eykur á slökun hestsinns. Móðum hesti er auk þess auðveldara að anda með slaka gjörð. Passa verður að óhreinindi festist ekki milli gjarðarinnar og hestsinns svo að hann nuddist ekki undan því þegar gjörðin er hert aftur.

Löng áning:
Þegar áð er lengi á alltaf að spretta af hestinum. Gott er að kæla fætur hestsinns. Þegar hestinum hefur verið sinnt er honum leyft að taka niður. Eftir langa leið er nauðsinlegt að hesturinn fái trefja hey eða gras áður hann fær fóðurbæti, það örvar magann til að starfa. Ávalt skal hafa saltstein í langar ferðir svo hesturinn verði ekki fyrir saltskorti.

Brynning:

Í langri ferð á að brynna hestinum eins oft og unnt er. Hestar sem hitna mikið ættu ekki að drekka hratt, því lætur maður þá drekka með beislið svo þeir sötri í stað þess að svolgra í sig köldu vatni. Heitir hestar meiga ekki drekka meira en tíu sopa í einu. Skyndileg og mikil brynning getur valdið hrossasótt. Einnig verður að gætta þess að hesturinn ofþorni ekki eða ofhitni.
-