Þessi korkur byggður á efni eftir notendan bryndisheida, og af Tips & trick dálknum, endurskrifað með bættri málfræði og stafsetningu.


Hér koma leiðbeiningar hvernig reiðmúll á að vera notaður, þvi miður fylgja þær leiðbeiningar sjaldnast með kaupum á þeim.

Hanóverski reiðmúllinn er betur þekktur undir nafninu þýskur reiðmull eða í daglegu tali einfaldlega sem nasamúll. Nasamúll er samt ekki alveg rökrétt nafn þó það hafi ferst við hann, því múllinn hefur ekkert með nasirnar að gera. Hann hefur nefnilega verið mikið notaður til að binda niður kjaftinn á hestinum eða eitthvað í þá áttina.

Hanóverski reiðmúllin er hugasaður til að þrengja aðeins en ekki of mikið að munninum á hestinum til að hann gani ekki í reiðtúrnum.

Múlinn á að stilla um 3-4 fingurbreiddir fyrir ofan nasavænginn og það eiga að komast um 1 eða 2 fingur á milli nefbeinsinns og múlsinns. Fremst í nefbeininu er aðeins brjósk og það heldur því ekki eins vel, svo að ef hesturinn er þannig að múllinn verði að vera vel hertur þá verður að passa sérstaklega uppá að hann sé ekki of neðarlega. Hesturinn andar einungis í gegnum nefið og því hamlar það öndun og getu hestsinns til lengri tíma, ef hesturinn fær ekki nóg súrefni. Sem gerist ef múllinn er of neðarlega og of mikið hertur.

Hestarnir eru náttúrlega jafn mismunandi og þeir eru margir en svona er þetta almennt.
-