Já, ég hef lengi verið að hugsa þetta með geldingastag í hrossum. Kannast einhver við það að hesturinn sinn verði skrítinn eða jafnvel óþægur í vissum aðstæðum, t.d. þegar beðið er um tölt, eða yfirferð á einhverjum gangi, hann er óþægur á stað, skekkir sig, hringteymist ekki upp á aðra höndina. Öll þessi atriði geta verið vegna geldingastags, endilega látið tékka hrossin ykkar áður en þið afskrifið þau.

Ein spurning, hversu margir hafa lent í því að þurfa að láta skera á geldingastag í sínum hesti?

Bætt við 12. febrúar 2009 - 23:34
Í mínu húsi hafa þrjú hross verið skorin vegna geldingastags, einn þeirra teymdist aldrei, annar þeirra varð kargari en allt sem til er þegar beðið var um tölt í fyrsta skipti og sá þriðji töltir bara ekki og er alltaf að stinga sér inná afleggjara sem verða á vegi manns:P

Ákvað að nefna þetta aðeins vegna þess að mér finnst nóg komið af geldingastagi í mínum hrossum. Hef svo orðið var við það að það eru margir sem eru með hesta sem eitthvað er að en pæla ekkert í því nema það að hesturinn er bara bykkja:/ Endilega skoðið líka skaufann á þeim ef þið sjáið þá pissa, gæti þurft að skaufa þvo þá. Einn hjá mér er t.d. með vörtumyndun á skaufanum sem gerir það að verkum að ég þarf að þrífa hann tvisvar á ári svo honum sé reitt:/

Þetta er gott í bili, eins og þið sjáið þá var eitthvað minnistap hjá mér fyrr í kvöld:D
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)