Stráksi minn er núna eftir fáeina daga á húsi búinn að læra að opna hliðið á gerðinu, í Ólafsvík kunnu þeir á keðjurnar svo það varð að flækja málin aðeins til að halda þeim inni.

Ég hélt samt að þetta hlið ætti að halda þeim inni en hann fattaði læsinguna og hleypti sér og ÓÞokka út =)

Hljóp svo út hálfa götuna og svo til baka með taglið upp í loftið vel reistur og gaf frá sér svona graðhestaurr. Svo stakk hann sér og djöflaðist í gerðinu, orðið svakalegur leikur í honum.

Þekkiði mörg hross sem læra að opna flest öll hlið?
-