Núna nýverið var ég að fá í hendurnar bók 2 úr 3ja bóka flokk sem ég elskaði þegar ég var 12-13 ára. Ég man ekki hvað fyrsta bókin hét, eitthvað Toppa allavega, önnur Sörli sonur Toppu og þriðja var örugglega Grænir hagar, ef ykkur leiðist þá mæli ég með þessum bókum, höfundurinn er Mary O´Hara og þær voru allavega til á bókasöfnum =)

Eins hélt ég mikið uppá Gust bækurnar sem eru þónokkuð fleiri.

Eru einhverjar skemmtilegar hestasögur sem þið munið eftir að hafa lesið í gegnum tíðina?

Endilega koma af stað smá umræðu =)

Bætt við 30. nóvember 2008 - 14:52
Fyrsta bókin hét víst Trygg ertu Toppa
-