Merin mín hún Taran er átta vetra og var ekki tamin fyrr en í fyrra. Það er ekkert tiltökumál nema það að hún á við þetta rosalega tungubasl að stríða.

Ég er búin að prófa ALLSKONAR maskínur og hluti til að reyna að láta þetta ekki vera vandamál fyrir hana en henni tekst alltaf að láta tunguna yfir mélið.

Eftir að hún rauk fremur glæsilega seinasta sumar og skildi frænku okkar eftir þá ákváðum við að gefa henni bara smá tíma og frí.

Ég og systir mín (Addys) ákváðum að það gæti kannski verið góð hugmynd að prufa á henni beisli án méla og var ég að panta mér eitt slíkt. Ég hef eitthvað hérna lesið um þetta en hver er reynsla fólks hér almennt?

Ég veit að það er ómögulegt að hafa méli uppi í henni Taran svo að þetta er næstum því eina lausnin sem eftir er fyrir mig held ég…

Taran er ROSALEGA blíð og skemmtileg til reiðar, hún er hreinn og beinn skeiðari en á þetta æðislega tölt líka svo ég vil ENGAN vegin þurfa að gefast upp á henni…

Kveðja, V.