Hæ hó! :)
Þannig er mál með vexti að ég á 7 vetra gelding. Ég fékk hann 5 vetra og var með hann á húsi í einn vetur, þ.e. vorið 2006.
Þegar ég fékk hann var hann reiðfær en vantaði frekari þjálfun og ætluðum við tengdó (sem er gamall tamningamaður) að eiga hann saman. Málin æxluðust samt þannig að ég endaði ein með hann (tengdó missti heilsuna) og þar sem ég er alls óvön gat ég ekkert gert með hann nema hreyfa hann í hringgerði (eða allavega þorði engu meira). Og enginn sem ég þekki kann neitt á hesta og ég gat hvergi fengið neina hjálp, svo að eftir vorið fór hrossið út í haga og hefur unað hag sínum vel þar síðan.
En það er víst ekki hægt að láta hesta daga uppi í einhverjum haga ef maður ætlar þeim að verða einhvern tímann reiðhestur, ekki satt?
Þannig að nú er kona sem er í hestunum sem hefur áhuga á því að taka hann á hús og prófa hann og jafnvel kaupa hann ef henni líst á hann. Undir þeim formerkjum að hann sé jafn ljúfur og þægur og ég lýsti honum. Sem hann var þegar ég hafði hann. Afskaplega ljúfur og hrekklaus, nema fór reyndar að færa sig svolítið upp á skaftið við mig þegar fór að líða á og hann fann hvað ég var hikandi. Frekjuna sýndi hann ekki þeim sem umgengust hann af öryggi.
Þannig að, uhm, mig langaði að spyrja ykkur sem vitið svo miklu miklu meira en ég, er ekki líklegast að hesturinn sé ennþá frekar ljúfur? Þ.e. er ég nokkuð að fara að senda henni einhverja algjöra ótemju, þrátt fyrir að hafa verið lítið notaður svona lengi og hafa ekki það mikla þjálfun í byrjun?
OG líka: þetta er fyrsti hesturinn minn. Ég er hálf hikandi við að skuldbinda mig til að selja henni hann, og hún er tilbúin til að taka hann vitandi það. Segjum sem svo að hún vilji kaupa hann, og segjum sem svo að ég dragi mig til baka og vilji ekki selja hann, og hún kannski búin að vera með hann á húsi í heilt vor. Eru einhver fordæmi fyrir því? Og hvernig er það með slíkt, myndi þá eigandinn (ég) borga henni fyrir fæði og húsnæði fyrir hestinn og fyrir þá þjálfun sem hún hefur veitt honum? Eða myndi hún borga mér fyrir “leigu” á hestinum? Eða myndum við hvorugar borga og bara vera kvitt? Ég veit bara svo lítið um þetta, og hvað er verðlagt hvernig og svona :) Getið þið hjálpað mér? :)