Ohh, ég er að verða hálf brjáluð á klárnum mínum honum Frey. Núna undanfarið hefur hann verið að hegða sér svo hrikalega illa. Hann er farinn að snúa við og hrekkja í hvert sinn sem að ég ríð framhjá örðum hrossum, hrekkja í hvert sinn sem að farið er hraðar í reiðtúr og er erfiður frá húsi. Hann lætur líka svona þegar að ég er í reiðtúr með örðu fólki, nema að þá er ekkert mál að fá hann frá húsi, samt snýr hann við og eltir aðra hesta:S
Ég er bara orðin hálf smeyk við hann og er eiginlega hætt að þora að fara mikið á hann (sem gerir hann náttúrulega ennþá verri, nema ég er farin að getað teymt hann með í reiðtúrum).

Ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann! Eruð þið með einhver góð ráð handa mér?
Kveðja,