Mér finnst hálf óþæginlegt hvað hann Freyr minn hefur grennst hratt frá því að ég tók hann á hús. Sérstakelga þar sem að ég er ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að hreyfa hann (búin að vera svo veik) og gef honum alveg nóg að éta.

Ég á reyndar eftir að láta ormahreinsa hann. Hef verið í smá veseni með að fá dýra. Haldiði að það gæti verið út af því?

Annars þá var hann rosalega horaður þegar að ég fékk hann, hélt að fyrri eigandinn hans hefði verið svona rosa vondur en fór að spá svo hvort að þetta væri eitthvað “thing” hjá honum. Fylgdist vel með honum í dag hvort að hann væri ekki örugglega að éta og hann virtist alveg gera það þó svo að merin sem er með honum í stíju hafi verið þó nokkuð duglegri.
Ég gaf honum allavegana pínu lýsi yfir heyið…
Eruði með einhver fleiri góð ráð handa mér?
Kveðja,