Rétt áðan dreif ég mig upp í hesthús, bjóst nú við að klárarnir væru svolítið hvekktir eftir sprengingarnar en þar var hvert einasta hross sallarólegt :O

Þar var manneskja búin að leggja á og lagði á stað í reiðtúr, slétt sama um allar sprengingarnar sem voru enþá úti, skömmu síðar kom hún aftur og sagði að hrossið hefði bara verið skemmtilega viljugt venjulega latara allavega, þegar hún lagði á næsta hross þá áhvað ég að leggja á ÓÞokka og fá að elta. Bjóst nú við því að hann yrði svolítið hvekktur, var viðbúin því að stíga af og teyma heim.

En málið er að helst bindi ég ÓÞokka ekki, hann hefur slitið nokkra tauma og beisli eða losar það bara af svo ég vandi hann á að standa bara kyrr óbundinn, í dag er ég alveg hætt að þurfa að halda í hann, get jafnvel labbað í burtu og hann bíður bara, en þarna þegar ég teygði mig í kambinn heyrðist sprenging og Þokki minn hljóp út í dyrnar og kíkti úr, voða spenntur að sjá, ekki sáttur þegar ég teymdi hann inn aftur, ég kláraði að leggja á og bjóst nú alveg við smá stressi þegar við kæmum út en klárinn var bara voða ljúfur.

Í byrjun vetrar er hann oftast fremur fíldur í reiðtúrum, frekur og vill bara komast sem hraðast, en þarna var hann voða kátur, það í öðrum reiðtúr vetrarinns, eins og lítið hlíðið trippi með óvenju þjálan vilja, en á mót kom að hann kom sjálfur í góðan höfuðburð eftir smá spöl, svo léttur á taumi og ljúfur að ég ætlaði ekki að trúa því en greinilega að horfa á flugeldana, sveigði háls og höfuð til þeirrar áttar sem sprengjurnar heyrðust frá.

Svo í lok reiðtúrsinns, þegar við komum að hesthúsinu lagði hann aftur eyrun í fyrsta skipti í reiðtúrnum, var tregur inn en þar tók ég af honum og sleppti út í gerði, þegar hann var að koma inn aftur eftir smá tíma þá stoppaði hann í dyrunum þar sem var keðja fyrir og neitaði að fara lengra, ég sótti hann en svo var ég heillengi að koma honum inn í stíu þar sem hann vildi ekki inn, venjulega hangir hann við dyrnar og getur ekki beðið eftir að komast inn í stíuna sína eftir reiðtúr, kann sko sjaldan að meta það að fá að velta sér.

En mér fannst þetta bara það sérstakt að ég varð að senda þetta hérna inn, hafið þið séð eða heyrt annað eins? Hestur sem er hrifinn af flugeldum :O
-