Ég strengi tvö áramótaheit fyrir næsta ár, bæði tengdust þau hestum.

Fyrsta þá ætla ég að temja Eitil nóg til að ég komist allavega einn slysalausan reiðtúr á honum.

Hitt þá ætla ég að gera merina mína reiðfæra áður en næsta ár er liðið, þó svo það verði kannski ekki nema bara inni í gerði, fer eftir því hversu vel/illa folaldseignin fór í hana svona unga.


En hvað um ykkur verða/voru einhver áramótaheit strengd fyrir árið í ár eða verður fyrir næsta ár?

Bætt við 31. desember 2007 - 21:40
..og já vinur minn sem er hræddur við hesta ætlar víst að taka í fót á hestinum (heilsa) áður en næsta ár líður og stjúpi minn segist ætla að kemba hestinum sínum (Eitli) á árinu, ekki alveg tilbúinn að fara á bak á honum, skiljanlega, enda vil ég ekki hleypa óvönum á hann fyrr en hann verður orðinn nógu góður og traustur, ef svo verður… En stjúpi minn vissi það vel að það er ekkert víst með þennan hest, honum fannst hann bara allt of fallegur til að gefa honum ekki smá séns..
-