Svona að gammni þá vil ég vekja upp umræðu sem var örugglega hérna í fyrra, man allavega eftir henni, en spurningin er var eitthvað hestatengt í pakkanum þínum?

Sjálf fékk ég þetta árið engan pakka tengdan hestum, en svona jólaglaðningur fjölskyuldunnar er sú að Ásgeir stjúpi minn hann fór í skötuveislu á Þorláksmessu, fékk sér smá öl og keypti sér hest, plan hans enþá er samt bara lítið annað en að klappa honum og gefa brauð, en hesturinn er hann Eitill Amor minn =) Hann gat ekki afborið þá staðreynd að hesturinn væri í raun á leið í tunnuna.. En núna er framtíð hans trygg, nýji eigandinn segir að þessi hestur muni aldrei fara í tunnuna, ég mun alltaf hafa aðra hendina hjá þeim þar sem Ásgeir er nú ekki vanur hestum og Eitill líklega enganvegin hentugt fyrsta hross, en hann var áhveðinn vildi Eitil og engan annan =)

En hvað ætli líði langur tími þar til mamma verður kominn með okkur í hestana?
-