Var að skoða video af þessum ágætu knöpum sem stunda hindrunarstökk og “elsku” hestunum sínum.

Þetta er video þar sem Alexander Nevsorov talar um afleiðingar þeirra knapa sem kunna ekki/ eða geta þetta bara ekki og rífa og meiða og slá hestana sína ef þeim misbíður eitthvað..

Þetta er svartir sauðar, en ég held nú að þeir eru í meirihluta, í þessari “fínu” og vinsæla sporti..

http://youtube.com/watch?v=lkxOp_xfVEg&feature=user

En ég held að þetta er úr mynd sem heitir “The Horse Crucified and Risen” “Horse Encyclopedia”


Það eru margir sem skilja ekki þegar þeir ganga of langt og þá þarf bara eitthverja til þess að kenna og sýna þegar það gerist.. Svo eru margir sem bara taka ekki eftir þessu, eða eru ekkert að hugsa útí hestinn. Sumt af þessu fólki er alls ekki að reyna að meiða hestinn. En í alvöru, af hverju gengur fólk ekki fara upp að því og bendir því á þetta. Ef fólk getur verið að rífa sig á netinu en ekki í persónu… ??


Ég meðal annars hef bent fólki á þetta, og þau tóku þessu vel og þökkuðu fyrir sig. Ég skal segja ykkur eitt, byrjendur taka þessu betur og fara að vanda sig meira, en þau “vönu” gera það líka, eða ekki..

Ég hef samt aldrei séð íslenskann knapa gera eitthvað þessu líkt..

– Lilje
— Lilje