Hæhæ… :)

Ég er hérna í Þúfu í Kjós, og hef verið hérna síðan sumarið byrjaði reyndar(almenilega) hérna hafa komið mörg allveg gífurlega falleg folöld!.. Einn allveg voða efnilegur komandi stóðhestur, undan Sprengju(1.verðl, fyrir byggingu) Og Álf frá Selfossi. 1.verðlaun. Folaldið er brúnskjótt.

Svo önnur lítil merin Kóróna að nafni. Getiði nú afhverju hún heitir það… Það er jú útaf því að hún er með Kórónu!.. Hún er rauðskjótt, en frekar myndi ég nú kalla hana alpinnóa rauð skjótt.. Hún er með blá augu og hreyfingarnar eru hreint út sagt undur að horfa á. Strax á fyrsta degi hennar í lífinu fór hún að sýna hæfileika sína. Hún er voða “viljug” og voða kröftug að svona ungri hryssu að dæma. Hún er alltaf mjög lífleg. En hún er undan Hróði frá
Refsstöðum og Brynju frá Feti. Hróður eru fyrstu verðlauna graðhestur og ég er ekki allveg viss með Brynju, en brynja er geggjuð. Núna er meri, að nafni Þerna frá Þúfu, að fara að keppa á heimsmeistara móti Íslenska hestsinns í Hollandi. Þerna er undan Brynju..

Mér langaði að segja ykkur frá þessum sætu skjóttu folöldum.

Myndir getið séð á þessari síðu.. (ég hef reynt að senda myndir inn, en það tekst ekki)

http://www.icelandic-horses.is/

veriði sæl… ;)

–Lilje
— Lilje