Smá saga. :D

Við héldum 4 merum undir hesta í fyrra, svo í sumar fengum við fyrst hest sem ber nafnið Kaldi og er brún stjörnóttur og hringeygður á báðum augum- svo seinna verður hann grár.
Næst fengum við annan hest sem verður sennilega skírðu því frumlega nafni Stjarni því ég og mamma mín höfum ekki frumlegleika í okkur að malla upp eitthvað nafn :) en hann er móalóttur stjörnóttur.
Svo næst þá kom þriðji hesturinn okkar hann er al rauður og verður síðar grár hann heitir Hóla-Sandur :)

En allavega..

Svo var síðasta merin ekkert feit og með ekkert júra og bara ætlaði ekkert að kasta svo við slepptum henni bara upp í efsta hólf (sem er frekar langt uppí fjalli)
Svo á hverjum degi þá kíkir amma alltaf með kíki uppí fjall til að telja hestana sem eru vanalega 9.
En í dag þá taldi hún 10 hesta, ég og mamma vorum að fara á hestbak og kallaði hún á mömmu og spurði hvaða skjótta folald þetta væri sem væri uppí fjalli. Mamma sagði að þetta væri bara vetur gamli hesturinn sem væri búinn að vera þarna lengi, lengi.

Amma bara “Nei” og bað mig að koma og kíkja uppeftir. Svo kíki ég og kalla í mömmu, “Mamma Ófeig er búin að kasta!”
haha mamma hélt að það gæti ekki verið enda var hún búin að afskrifa merina sem gelda :)

Svo förum við uppeftir í fjall og ég labba að merini og á hún þá ekki brúnskjóttann stjörnóttan hest. Fjórði hesturinn okkar :D ég teymdi svo merina niðureftir og folaldið fylgdi okkur bara og núna eru þau bara hjá hinum merunum :D

Mér fannst þetta æðislegt því ég fæ aldrei leið á folöldum :D og nýi hesturinn er ekkert nema undur og stórmerki og samþykkti mamma að skíra hann bara Undra :D

ætlaði bara að deila þessu með ykkur, enda er ég hérna í gleðivímu yfir nýja stráknum mínum ;D

Bætt við 11. júlí 2007 - 12:29
Má bæta því við að í morgun þá kom mamma inn til mín og sagði að ég mætti eiga hann alveg ein og finna nafn á hann sjálf og svona :)