Skýrði samt meri og hest sem við áttum að fá fyrir nokkrum árum, hvorugt tamdist nógu vel þá..
Hesturinn hét Stormur og merin sem átti að verða reiðhesturinn minn Röskva, merin var skotin eftir að hafa slasað tamningarmanninn en tamningarmaðurinn átti Storm enþá síðast þegar ég vissi og er það rosalegur hestur, réttnefndur en verður líklega aldrei fær fyrir aðra en eigandann svo rosalegur er hann, flottur samt ^^
ÉG hef átt hest sem hét Stormur… Gustur hestur bróður míns heitir eftir þeim hesti.
Ég ákveð ekki nöfn fyrirfram… heldur fer hvert og eitt nafn eftir hrossinu…
Taran mín heitir Taran því að hún er rosalega sjálfstæð og ákveðin, hún er sinn eigin herra… svona þegar ég er ekki að sitja hana þar að segja…
Birta heitir Birta því að hún er SNÆVA hvít… albínóa prinsessa.
Harpa heitir Harpa eftir hesti sem pabbi átti.
Ágúst Gustur heitir Ágúst því hann fæddist þriðja ágúst fyrir fjórum árum og Gustur eftir Stormi sem ég fékk í fermingjargjöf en þurfti að láta.
Dóttir Gusts og annarar merar heima sem heitir Grá-Skjóna heitir Maí og er nefnd eftir mánuðinum sem hún er fædd í… hún heitir eitthvað annað líka en er alllllltaf kölluð Maí
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..